Vilborg Dagbjartsdóttir hefur lengi notið almennrar viðurkenningar sem skáld. Í þessari grein verður fjallað um afmarkaðan flokk ljóða í nýútkomnu ljóðasafni hennar sem kalla má biblíuljóð. Verða þau skoðuð í ljósi lútherskrar biblíukveðskaparhefðar. Kannað verður hvort þau sverji sig á einhvern hátt í ætt við þessa hefð eða gegni sama hlutverki og hún eða einhverju allt öðru hlutverki. Eins verður kannað hvernig Vilborg beitir biblíuefninu og hvort greina megi boðskap eða túlkun í ljóðunum og hvernig honum sé þá háttað. Loks verður spurt hvort biblíuljóð Vilborgar séu trúarleg og þá á hvern máta. Í lútherskum sið þjónaði hefðbundinn biblíukveðskapur kirkjulegu hlutverki á sviði boðunar og uppfræðslu. Vilborg Dagbjartsdóttir sækir í sama s...